Fara á efnissvæði
English

Starfsþjálfaranámskeið

Starfsþjálfarar

Hefst: Senda fyrirspurn

Lengd: 4

Tegund: Námskeið kennt í stofu

Tungumál: Enska

Umsjón: Steinunn Snorradóttir

Verð: 21.000 kr.

Hámarksfjöldi: 20

Sæti laus: 20

Starfsþjálfaranámskeið

Námskeiðið er fræðilegt og praktískt námskeið sem kennt er í kennslutofu og samanstendur af fyrirlestrum og æfingum.

Námsmat felst í einstaklings- og hópverkefnum sem lögð eru fyrir á námskeiðinu. Til að ljúka námskeiðinu þarf nemandi vera með 100% mætingu.

Námslýsing

Námskeiðið er fyrir starfsfólk sem sinnir starfsþjálfun á sínum vinnustað.

Markmiðið er að auka hæfni starfsfólks til að sinna starfsþjálfun.

Hæfniviðmið

Að námskeiði loknu ættu þátttakendur að þekkja:

  • hvað einkennir fullorðna námsmenn
  • mismunandi námsstíla og kennslutækni
  • hlutverk og helstu verkefni starfsþjálfa
  • grunnatriði við þjálfun nýs starfsfólks
  • mikilvægi samskipta og hvað einkennir góð samskipti
  • spurningatækni, virka hlustun og hafa öðlast aukna getu til að beita hvoru tveggja
  • hvatningu og hafa öðlast aukna hæfni til að hvetja starfsfólk
  • hvernig standa skuli að mati á þjálfun og mikilvægi skráninga

Þátttakendur eiga að að námskeiði loknu að geta:

  • skipulagt, undirbúið og framkvæmt starfsþjálfun og hafa aukið hæfni sína almennt til að sinna starfsþjálfun af þeirri fagmennsku sem starfið krefst.

Sendu fyrirspurn ef:

  • þú hefur áhuga á að panta þetta námskeið en ert ekki með tilbúinn þátttakendalista
  • þú hefur áhuga á að vita meira um námskeiðið