Fara á efnissvæði
English

Þjálfun leiðbeinenda brúarstjórnenda á landgöngubrú

Landgöngubrýr

Hefst: Senda fyrirspurn

Lengd: 4 klst.

Tegund: Blandað nám

Tungumál: Íslenska/enska

Umsjón: Elín Yngvadóttir

Verð: 54.000 kr.

Hámarksfjöldi: 20

Sæti laus: 20

Þjálfun leiðbeinenda brúarstjórnenda á landgöngubrú

Námskeiðið er bæði bóklegt og verklegt, kennt í staðkennslu í flugstöð og í og við landgöngubrýr. Lagt er upp með að hæfnismatsmaður fari með einn í einu inn í PBB og fari í gegnum hvern námsþátt bæði með sýnikennslu og prófunum.

Hæfnimat að loknu námskeiði.

Leiðbeinandi brúarstjórnenda skal sinna endurmenntun sem brúarstjórnandi á þriggja ára fresti.

Að auki skal leiðbeinandi ljúka upprifjunarnámskeiði fyrir leiðbeinendur árlega.

Námslýsing

Train the trainers

Námskeiðið er fyrir þá leiðbeinendur sem sjá um starfsþjálfun og kenna verklegan þátt náms til brúarstjórnunarréttinda á landgöngubrýr við Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Markmið:

Að þátttakendur öðlist mjög góða þekkingu varðandi grundvallaratriði sem fara þarf yfir við þjálfun verðandi brúarstjórnenda.
Að þátttakendur hljóti þjálfun í yfirferð og þekki þau atriði sem hafa áhrif á akstur landgöngubrúa og öryggis í og við landgöngubrýr.
Að þátttakendur þekki í þaula réttar aðferðir og námsþætti við þjálfun brúarstjórnenda.
Að þátttakendur séu færir um að leiðbeina og þjálfa nemendur um sérstaka hluta landgöngubrúa sem og kerfið í heild (PBB með AVDGS og GPU, umhverfi og öryggisatriði).
Að þátttakendur geti kennt nýliða á kerfi, virkni þess og helstu aðgerðir sem snúa að brúarstjórnun, öryggisatriðum og villuboðum.

Lágmarksfjöldi miðast við 4 þátttakendur.

Sendu fyrirspurn ef:

  • þú hefur áhuga á að panta þetta námskeið
  • þú vilt panta námskeiðið á ákveðinni dagsetningu
  • þig langar til að vita meira um námskeiðið