Fara á efnissvæði
English

Brúarstjórnun á landgöngubrúm

Landgöngubrýr

Hefst: Senda fyrirspurn

Lengd: 1,5 klst.

Tegund: Hæfnimat

Tungumál: Enska

Umsjón: Elín Yngvadóttir

Verð: 12.700 kr.

Hámarksfjöldi: 20

Sæti laus: 20

Brúarstjórnun á landgöngubrúm

Þátttakendur ljúka þremur námsþáttum; stafrænu námskeiði í námsumsjónarkerfi Isavia, þjálfun hjá atvinnurekanda og undirgangast að lokum hæfnimat hjá Isavia.

Námskeiðið er á ensku.

ATH! Senda þarf fyrirspurn til þess að óska eftir að opnað sé fyrir stafrænt námskeið fyrir þátttakendur.

Þátttakandi þarf að standast 60% í lokaprófi í stafræna hluta námskeiðsins og ná 100% árangri í hæfnimati.

Endurmenntun fer fram á 36 mánaða fresti. Þjálfun og stöðumat fer fram hjá atvinnurekanda auk þess sem þátttakendur ljúka stafrænu endurmenntunarnámskeiði.

Námslýsing

Námskeið fyrir verðandi brúarstjórnendur landgöngubrúa við FLE, veitir réttindi til að stjórna landgöngubrú (PBB - Passenger Boarding Bridges). Jafnframt inniheldur það fræðslu um notkun á sjónrænu leiðbeiningakerfi fyrir flugstæði (AVDGS - Advanced Visual Docking Guidance System). 

Markmið námskeiðsins er að starfsmenn sem fá réttindi til að stýra landgöngubrú hafi víðtæka þekkingu á virkni landgöngubrúa (PBB)  og GPU (Ground power unit) og þekki til leiðbeiningakerfisins (AVDGS) auk þess að hafa þekkingu á þeim öryggisatriðum sem huga þarf að við stjórnun landgöngubrúa og þekkingu og leikni til að bregðast við í fjölbreyttum aðstæðum við vinnu við landgöngubrýr.

Lágmarksfjöldi miðast við 4 og hámarksfjöldi við 6 manns.

Sendu fyrirspurn ef:

  • þú vilt láta opna fyrir stafræna námskeiðið fyrir starfsmannahóp
  • þú vilt panta hæfnimat fyrir starfsmannahóp
  • þig langar til að vita meira um námskeiðið