Fylgdarheimild - gestaleyfi
Flugvernd
Hefst: Alltaf í boði
Lengd: 15 mín
Tegund: Stafrænt námskeið
Tungumál: Íslenska/enska
Umsjón: Steinunn Snorradóttir
Verð: 2.500 kr.
Hámarksfjöldi: 1000
Sæti laus: 999
Námskeiðið er stafrænt og þegar skráning hefur farið fram mun Passaútgáfan opna fyrir námskeiðið hjá umsækjanda í námsumsjónarkerfi Isavia, isaviaskolinn.is. Allir sem eru með gilda aðgangsheimild að Keflavíkurflugvelli geta sótt um fylgdarheimild.
Stafræn könnun í lok námskeiðs.
Heimildina þarf að endurnýja á 5 ára fresti.
Námslýsing
Námskeið fyrir starfsfólk á Keflavíkurflugvelli sem sækist eftir þvi að fylgja gestum inn á haftasvæði flugverndar. Farið er yfir hverjir geta orðið ábyrgðarmenn gesta, hvað felst í þeirri ábyrgð og hversu lengi gestaleyfi getur gilt.