Flugvernd grunnþjálfun
Flugvernd
Hefst: Senda fyrirspurn
Lengd: 64 klst.
Tegund: Blandað nám
Tungumál: Íslenska
Umsjón: Steinunn Snorradóttir
Verð: 105.000 kr.
Námskeiðið er bæði bóklegt og verklegt og samanstendur af stafrænu námi, stofukennslu og verklegum æfingum í myndgreiningu. Námskeiðinu lýkur með hæfnimati.
Þátttakandi þarf að standast verklegt próf, 80% í þekkingarhluta námskeiðs á skriflegu prófi og ná stöðluðu prófi í myndgreiningu.
Allir sem sinna flugvernd þurfa að fara í reglubundna þjálfun á sinni starfstöð. Ef starfsmaður hefur verið frá flugverndarstörfum í 6 mánuði eða lengur þarf að fara í endurmenntun.
Námslýsing
Námskeið fyrir þá sem eru að fara að sinna störfum í flugvernd með gegnumlýsingu. Með flugvernd er átt við ráðstafanir sem ætlað er að koma í veg fyrir ólögmætar aðgerðir sem beint er að fólki, flugstöðvum, byggingum, flugleiðsögutækjum, loftförum og hvers konar búnaði til flugþjónustu.
Á námskeiðinu eru skilgreindar reglugerðir og kröfur vegna flugverndar, þær útlistaðar og hvernig þeim er mætt. Einnig þurfa nemendur að hafa þekkingu, færni og leikni í flugvernd til að geta sinnt starfi sínu.
Lágmarksfjöldi þátttakenda á námskeiði er 5 manns.
Sendu fyrirspurn ef:
- þú hefur áhuga á að panta þetta námskeið fyrir starfsmannahóp
- þú vilt panta námskeiðið á ákveðinni dagsetningu
- þig langar til að vita meira um námskeiðið