Akstursleyfi A innanlandsflugvellir
Akstursleyfi
Hefst: Alltaf í boði
Lengd: 45 mín.
Tegund: Stafrænt námskeið
Tungumál: Íslenska
Umsjón: Bryndís Jóna Magnúsdóttir
Verð: 2.500 kr.
Hámarksfjöldi: 100
Sæti laus: 100
Námskeiðið er stafrænt.
Nemandi þarf að standast 80% lokapróf.
Endurmenntun fer fram með stafrænu námskeiði þegar aðgangsheimild er endurnýjuð.
Námslýsing
Akstursleyfi A er fyrir þá sem þurfa að aka á flughlöðum, þjónustuvegum og aðliggjandi svæðum innanlandsflugvalla.
Markmið:
• Að vita á hvaða svæðum er heimilt að aka með akstursleyfi A.
• Að öðlast þekkingu varðandi reglur og kröfur sem gilda á flugvellinum.
• Að ökumenn geri sér grein fyrir sinni ábyrgð þegar þeir aka á flugvallarsvæðinu.
• Að geta ekið um flugvallarsvæðið eftir settum reglum.